Skip to main content

Loudness námskeið

Um námskeiðið

Dagsnámskeið um Loudness staðalinn, styrkmælingu og vinnuferlið sem þessu tengist í fjöl- og margmiðlun. Enska orðið Loudness er oftast notað til að lýsa upplifum fólks af hávaða. Þessi upplifun fer oft ekki saman við mælingar á hljóðstyrk þar sem við mannfólkið erum oft mun næmari fyrir meðaltalshljóðstyrk en hæsta mælda hljóðstyrk sem gæti hafa staðið yfir í mjög stuttan tíma. Margar aðferðir hafa verið þróaðar til þess að uppgefin gildi hljóðstyrks séu í samræmi við upplifun fólks. R 128 Loudness staðallinn hefur nú fest sig í sessi í Evrópu og eru mörg lönd búin að setja skilyrði fyrir því að allt efni sem framleitt er fyrir fjölmiðla fylgi þeim staðli. Nú um nokkurt skeið hefur verið unnið að því að staðallinn verði einnig tekinn upp hér á landi og margir fjölmiðlar farnir að setja það sem skilyrði fyrir viðtöku á nýju efni. Líkur eru á að mælst verði til þess á landsvísu að svo verði gert áður en langt er um liðið.

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem aðkomu hafa að efnisvinnslu fyrir ljósvakamiðlana sem og aðra miðlun. Allt frá þeim sem taka upp eða eftirvinna tónlist, auglýsingar, sjónvarpsþætti eða myndir til þeirra sem sjá um undirbúning fyrir útgáfu og miðlun hverskonar og þeirra sem bera ábyrgð á útsendingunni sjálfri. Hljóðmenn, klipparar og eftirvinnslufólk, útsendingarstjórar o.fl. í auglýsinga, tónlistar, sjónvarps, útvarps og kvikmyndageiranum.

This is paragraph 2 of the long course description. Add more paragraphs as needed. Make sure to enclose them in paragraph tags.

Enroll